Ferð Íslenskra fjárfesta til Rwanda 2008

Íslenskum fjárfestum var boðið að taka þátt í opinberri heimsókn til Kigali í Rwanda  1.-4. mars 2008 með þýskum fjárfestum sem eru í fjárfestingum með Christian Angermayer sem er einn af fimm eigendum Altira  http://www.angermayer-brumm-lange.de/en/beteiligungen/altira en fyrirtækið rekur fjölmarga sjóði með góðum árangri. Við lentum í Kigali rétt fyrir átta að kvöldi 1. mars og var okkur ekið á Hotel Serena. Klukkan níu var móttaka á hótelinu þar sem ráðherra fjárfestinga Mr. Donald Kaberuka ásamt fylgdarliði tóku á móti okkur og buðu okkur velkomin. Þar var einnig mættur sendiherra Þýskalands í Rwanda ásamt starfsfólki Kristians sem þarna er staðsett. En Christian byrjaði að fjárfesta í Rwanda í janúar síðastliðin 20 milljón USD og ætlar að auka við fjárfestinguna um 50 milljón USD í apríl / maí á þessu ári.

silverbackNæsta morgun lögðum við af stað klukkan fimm að morgni í þjóðgarðinn Volcanoes National Park sem er upp í fjöllunum þar fórum við inn í frumskóginn gangandi til að skoða fjallagórillur, þetta var mjög áhrifarík ferð. Stórkostlegt að sjá þessi stóru dýr svona í návígi, við máttum koma að þeim upp að sjö metra fjarlægð vegna þeirra öryggis gagnvart sjúkdómum sem maðurinn getur borið í þau og gagnkvæmt. Leiðin upp að þjóðgarðinum verður okkur Evrópubúum minnisstæð. Þar býr fólkið allt í litlum leirkofum, allir eins með einni hurð á miðjum kofanum og tveim litlum götum (gluggum) sitthvoru megin hurðarinnar og mold allt í kringum kofanna. Þarna eru öll verk unnin með höndunum, engin tæki af nokkru tagi ekki einu sinni hestar til að hjálpa til við að plægja jörðina. afgtunniEngir bílar eða önnur farartæki, fólkið gekk allt í þúsundatali á milli staða berandi kartöflupoka, bananakippur vatn og eldivið á höfðinu. Þeir sem höfðu staðið sig best voru búnir að kaupa sér reiðhjól og voru þau eingöngu notuð til að fara með vörur á markaðinn og þá voru þau hlaðin að minnsta kosti með þremur stórum kartöflupokum eða bananakippum og voru birgðirnar svo miklar að mennirnir gátu varla ýtt hjólunum áfram. Hreint ótrúleg sjón. Allt var þetta fólk í hreinum fötum þrátt fyrir að það þyrfti að ganga með vatnið heim á höfðinu marga kílómetra. Öll börn ganga nú í skóla á daginn, stúlkurnar í bláum kjólum og drengirnir í gulum stuttbuxum og blússum. Þegar við ókum fram hjá þeim þá veifuðu þau öll stór og smá með stór bros á andlitunum. 

matarbo

Maður komst ekki hjá því að hugsa til barnanna í menningarheiminum í öllum alsnægtunum sem þar eru. Þetta var upplifun sem seint gleymist. Við komum aftur til Kigali um klukkan fimm um daginn og snæddum kvöldverð með African Development Cooperation á Indverskum veitingarstað. Við borðið okkar sat meðal annars Paul Wolfowitz fyrrverandi forseti alþjóðabankans.

safariferdNæsta morgun var lagt af stað í safari ferð í Akagera þjóðgarðinn, sem er á flatlendi í austurhluta landsins. Við keyrðum í tvo tíma í gegnum fjölda smá þorpa til að komast þangað. Á þessari leið var mikil bananarækt, en þeir uppskera banana tvisvar á ári febrúar-mars og júní-júlí. Á stórum hluta leiðarinnar voru þorpsbúar að gera ræsi báðum megin götunnar til að taka á móti vatni en það eru tvö regntímabil á ári. Þarna unnu bæði konur og menn og allt gert með  haka og skóflu, svo voru skurðirnir hlaðnir með grjóti, lista vel gert og leit mikið betur út en kofarnir, sem fólkið býr í. Safari ferðin var lík öðrum þannig ferðum, farið var um þjóðgarðinn í jeppum með opnum þökum sem fólkið stóð í. Það er einhver tign yfir þessum dýrum, þegar maður sér þau svona frjáls út í náttúrunni svolítið annað en í dýragörðum þar sem þeim er skammtað rými, oftast of lítið. Þarna ókum við fram á hópa af gíröffum, sebrahestum, buffölum, antilópum, öpum og flóðhestum. Það var mikið myndað í þessari ferð. Galakvöldverður var haldin á hótelinu í boði fjármálaráðherrans, þar voru saman komin mörg fyrirmenni, ráðherrar og seðlabankastjóri landsins. Þar var sýndur dans og söngur með trumbuslætti að fornum hætti innfæddra.

bankastjriÞriðja og síðasta morguninn máttum við „sofa út“ mættum í morgunmat klukkan átta. Nú var komið að því sem við vorum komin til Rwanda til að gera, fræðast um hvaða möguleikar væru fyrir fjárfesta í landinu.Klukkan níu var haldið á fund í Banque Rwandaise de Dévelopement http://www.brd.com.rw sem var lengi til eini banki landsins, þar tók á móti okkur bankastjórinn, Mr. Trogene Turatsinze, og kynnti hann fyrir okkur framtíðaráætlanir bankans. Þá tók til máls forstjóri Altira Mr. Michael Rieder og kynnti fyrir okkur áform Christians Angermayer og félaga um fjárfestingar í Afríku þar sem 40% af úraníum, 50% af kobalt og 80% af platínum í heiminum er að finna. Hafa þeir þegar stofnað sjóðinn ADC (African Development Corporation) í Rwanda sem þegar hefur fjárfest í nokkrum óskráðum fyrirtækjum. Ætlunin er að nota Rwanda sem tengingu við þessa stóru og fjölmennu (740 milljón íbúa) álfu. Síðan tók Mr. Dirk Harbecke forstjóri ADC, sem staðsettur er í Rwanda til máls, og sagði frá þeim fjárfestingum sem sjóðurinn hefur þegar tryggt sér og framtíðaráætlanir sjóðsins. Meðal annars kom fram að þeir höfðu þegar tryggt sér 25% hlut í Banque Rwandalse de Dévelopment.

forsetinn

Klukkan ellefu tók forseti landsins Paul Kagame á móti okkur og sagði okkur frá sögu Rwanda og framtíðarsýn hans á landinu. Hann eins og aðrir Rwandabúar sem við hittum talaði opinskátt um fjöldamorðin sem framin voru í landinu árið 1994. Malaría er landlæg í Rwanda sem og í öðrum Afríkuríkjum og til að lækka dánartíðni af hennar völdum ákvað forsetinn að allir íbúarnir fengju eitt flugnanet ókeypis inn í hvert herbergi. Með þessari einföldu aðgerð fækkaði dauðsföllum af völdum malaríu um 2/3 á einu ári. Meðallíftími Rwandabúa er nú 49 ár og er stefnan að ná aldrinum upp í 55 ár fyrir 2020. Heilbrigðisþjónusta er að kostnaðarlausu fyrir landsmenn. Mikill agi er í landinu það má t.d. ekki nota plastpoka og eru allir slíkir teknir af fólki þegar til landsins er komið. Stranglega bannað að henda rusli á göturnar og forsetinn fyrirskipaði að á fyrsta laugardegi í hverjum mánuði færi fólk út og snyrti til umhverfis heimili sín enda sést hvergi rusl á víðavangi hvorki í höfuðborginni né þorpunum úti á landi. Glæpatíðni er mjög lítil, fólk getur gengið á götum úti hvenær sem er sólhrings óhult. 30% atvinnuleysi er í landinu og fær það fólk allt ókeypis afnot af landspildu fyrir sig til að rækta grænmeti og ávexti svo að það geti mett magann. Forsetin hafnar algjörlega þróunarhjálp sem byggist á matargjöfum, hann vill að fólk læri að bjargi sér sjálft. Hann ætlar að byggja upp þjóðfélag þar sem atburðir eins og gerðust 1994 geta ekki endurtekið sig með því að opna landið fyrir erlendum aðilum og flytja inn í landið fjármagn og þekkingu en það skortir mikið á sérmenntað fólk í allar greinar þjóðfélagsins. Landsmenn allir virðast dá forsetann sinn. Almenningur á götunni talar um hann sem hetjuna sína.

afrka_195Búið er að samþykkja Vision 2020 fyrir Rwanda. http://www.devpartners.gov.rw/docs/H%20&%20A/H%20&%20A%20Local/?dir=&download=Rwanda_Vision_2020.pdf Sem felst meðal annars í því að fjórfalda ráðstöfunartekjur á mann fram til 2020. Búið er að teikna nýjan alþjóðaflugvöll og verður hann staðsettur fyrir utan borgina en núverandi völlur er inn í borginni og mjög forn, engir rúllustigar eða lyftur á milli hæða og þar af leiðandi erfiður yfirferðar fyrir eldra fólk og barnakerrufólk. Einnig er komið á kortið járnbrautalest til Tanzaníu, vegarkerfið á líka að byggja upp en þjóðverjar hafa lagt þá vegi sem þegar eru komnir. Mikla áherslu á að leggja á menntakerfið, ferðamannamálin verða ekki undanskilin þar á að gera stórátak. Eftir allt sem við erum sáum og heyrðum í þessari ferð efumst við ekki um að Christian Angermayer á eftir að gera það gott í fjárfestingum sínum í Rwanda og væri gaman að taka þátt í þessu ævintýri uppbyggingar og þróunar í landi sem þessu með alla þessa möguleika sem það býður uppá.

tveir_samanÍ hádeginu var okkur boðið í mat á Hotel Gorilla af sendiherra Þýskalands þangað var einnig boðið Frú Clare Akamanzi, borgarstjóra Kigali, ásamt þýskum verkfræðingum sem eru að reisa stóra ráðstefnuhöll í Kigali en hún er byggð með þróunaraðstoð.Eftir fundin fórum við á hótelið og skiptum um föt og settum farangurinn í rútuna tilbúin fyrir flugið um kvöldið.Um klukkan tvö fórum við að skoða Simtel fyrirtækið sem veitir bönkum og fjármálafyrirtækjum tölvuþjónustu en ADC hefur tryggt sér meirihlutann í því fyrirtæki. 

kaffihs

Að því loknu fórum við heimsókn í Bourbon Coffeshop en stefna þeirra er að opna kaffihús víða um heim og bjóða upp á hið frábæra Rwanda kaffi og koma Starbucks kaffihúsin ekki í hálfkvist við glæsileika og gæði Bourbon Coffeshop. Þar tók á móti okkur Arthur Karuletwa sem stofnaði þessa kaffihúsakeðju en hann hafði flúið til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni 1994 og vann þar á kaffibúgarði. En hann eins og aðrir Rwanda íbúar sem flúðu kom hann til baka þegar það var orðið ljóst að forsetinn var ákveðinn í að byggja upp nútíma þjóðfélag. Í dag hefur forsetinn náð til sín stórum hóp af fólki sem hafði yfirgefið landið á þessum tíma og hafði menntað sig í Evrópu og Bandaríkjunum. Við hittum sumt af þessu fólki og það sagði að það hefði ekki verið spurning að koma aftur þegar forsetinn óskaði eftir því.

Eftir kaffidrykkjuna var haldið út á flugvöll og flogið um nóttina til Brussel, þaðan til Íslands í gegnum Osló. Þetta var í alla staði mjög áhugaverð og áhrifarík ferð og staðfesti það sem Christian Angermayer var búin að segja okkur um hversu áhugavert það væri að koma til Rwanda og sjá þau fjölmörgu tækifæri sem bjóðast til fjárfestinga þar. 
Skráð af Eydísi Egilsdóttur

Góð ráð frá W. Buffett

Hafðu ekki áhyggjur af efnahagslífinu.

 

Íslenskir fjárfestar hf. - Kt. 451294-2029 - Skipholti 50C - Pósthólf 5070 - 125 Reykjavík - Sími 562 6920 - Fax 562 6905