Hvaða tegundir af sjóðum er um að ræða?

Í grundvallaratriðum er verðbréfasjóðum skipt í opna og lokaða sjóði. Hægt er að gefa út nýja hluti í opnum sjóðum á meðan útgáfa hluta í lokuðum sjóðum er takmörkuð.  Auk þess má skipta verðbréfasjóðum í almenna sjóði ogsérstaka sjóði. Allir geta fjárfest í almennum verðbréfasjóði á meðan sérstakir sjóðir eru ætlaðir stofnanafjárfestum svo sem bönkum og tryggingafélögum svo og fyrirtækjum sem fjárfesta saman t.d. að hámarki 30 saman í hópi.  Ekki má rugla saman sérstökum sjóðum og sérhæfðum sjóðum. Hinir síðarnefndu sérhæfa sig í fjárfestingum sérstakra atvinnugreina eða atvinnugeira.

Síðan má flokka verðbréfasjóðina eftir því hvar meginárhersla fjárfestinganna liggur: 

  • Hlutabréfasjóðir,
  • skuldabréfasjóðir,
  • blandaðir sjóðir,
  • peningamarkaðssjóðir,
  • fasteingasjóðir,
  • þaksjóðir (þ. Dachfonds)
  • og varðir sjóðir (þ. Hedgefonds).

Þá eru svonefndir landasjóðir algengir en það eru sjóðir sem séhæfa sig í fjáfestingum í nánar tilgreindum löndum.  Þá eru til séhæfðir sjóðir sem áður hafa verið nefndir.

 

Góð ráð frá W. Buffett

Kauptu fyrirtæki sem hafa augljósa samkeppnisyfirburði t.d. með stöðu sinni á markaðinum eða vegna vörumerkis.

 

Íslenskir fjárfestar hf. - Kt. 451294-2029 - Skipholti 50C - Pósthólf 5070 - 125 Reykjavík - Sími 562 6920 - Fax 562 6905